Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, þing­maður Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs, segist ekki geta tekið undir með Vil­hjálmi Árna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, um að ríkis­stjórnin hafi brugðist í við­brögðum sínum við far­aldrinum.

Bjark­ey nefndi Vil­hjálm vissu­lega ekki á nafn en orð hennar beindust að um­mælum hans undir liðnum störf þingsins á Al­þingi í gær er Vil­hjálmur sagði mikil­vægt að taka um­ræðuna út frá fleiri sjónar­miðum en bara sótt­vörnum.

„Ég get tekið undir það að ríkis­­stjórnin hefur að mörgu leyti bara brugðist í þessu um það að hafa um­­ræðuna víðar um af­­leiðingarnar af tak­­mörkunum og hvernig á að bregðast við,“ sagði Vil­hjálmur í gær.

„Þegar sumir fé­lagar mínir í Sjálf­stæðis­flokknum tala um að gagn­rýnin um­ræða eigi erfitt upp­dráttar þá er ég þeim al­gjör­lega ó­sam­mála. Ég er þeim líka al­ger­lega ó­sam­mála þegar þeir segja að ríkis­stjórnin hafi brugðist í við­brögðum sínum við far­aldrinum,“ sagði Bjark­ey á Al­þingi í dag.

„Þar nægir að nefna að hér hefur gengið vel og það sýna sýnir al­þjóð­legur saman­burður, hvort sem horft er til fjölda and­láta, bólu­setningar­stöðu eða stöðu efna­hags­mála. Ís­lensk stjórn­völd hafa byggt á­kvarðanir sínar undan­farin misseri á bestu mögu­legu upp­lýsingum, rann­sóknum, gögnum og tekið á­kvarðanir út frá heildar­hags­munum sam­fé­lagsins.“

Bjark­ey benti á að reglur um skimanir, sótt­kví, ein­angrun og al­mennar tak­markanir hafa verið til reglu­legrar endur­skoðunar út frá mati á stöðunni hverju sinni. „Þannig að ekki sé gengið lengra en þörf krefur. Þing­menn eiga alla mögu­leika á að taka fullan þátt í þeirri um­ræðu, m.a. við reglu­lega skýrslu­gjöf nú­verandi og fyrr­verandi heil­brigðis­ráð­herra,“ sagði Bjark­ey.

Vilhjálmur óskaði eftir meiri umræðu um aðgerðir stjórnvalda á Alþingi í gær.
Fréttablaðið/Anton Brink

Hún segir það ekki rétt að eitt sjónar­mið ráði för um allar að­gerðir ríkis­stjórnarinnar. Raunin væri sú að það er haft mikið sam­ráð við ýmsa aðila með al­manna­hags­muni að leiðar­ljósi.

„Þar hafa ráð­leggingar vísinda­manna vegi þyngst. Mark­miðin hafa verið að vernda líf og heilsu lands­manna og lág­marka sam­fé­lags­legan og efna­hags­legan skaða af far­aldrinum. Þingið hefur fjallað um efna­hags­legar og fé­lags­legar að­gerðir haft heil­mikið að segja hvað þær varðar,“ sagði Bjark­ey.

„Það er gott að stjórn­mála­fólk kalli eftir upp­lýsingum og spyrja gagn­rýninna spurninga en á­byrgir stjórn­mála­flokkar hljóta líka að leggja fram lausnir sem fela í sér á­byrga af­stöðu gagn­vart við­fangs­efninu. Slík af­staða hlýtur alltaf að byggjast á bestu mögu­legu rann­sóknum og gögnum en ekki hug­mynda­fræði­legri af­stöðu eða upp­hrópunum,“ sagði Bjark­ey að lokum.