Niður­stöður könnunar á líðan, námi og að­stæðum fram­halds­skóla­nema sem lögð var fyrir fyrr í vetur bendir til þess að meiri­hluti nem­enda sé á­nægður með við­brögð fram­halds­skólanna við CO­VID-19 og upp­lifi sig örugg í skólanum.

Um 61% nem­enda til­greindu að far­aldurinn og sótt­varna­reglur hefðu haft slæm á­hrif á fé­lags­líf og talið er að 4% nem­enda eigi í veru­legum erfið­leikum vegna þung­lyndis.

Sam­kvæmt könnuninni sögðu 22% nem­enda að þeim liði vel í fjar­námi, en 40% nem­enda að þeim liði illa. Alls 37% nem­enda til­greindu að fjar­nám hefði ekki á­hrif á þeirra líðan. Al­gengara er að stúlkum líði vel í fjar­námi (26% stúlkna svaraði því til en 19% stráka).

Talið er að 4% svar­enda eigi í veru­legum erfið­leikum vegna þung­lyndis, um 2% karl­kyns­nem­enda svöruðu á þann veg en 6% kven­kyns nem­enda.

Um 70% ánægð með viðbrögð síns skóla

Rúmur helmingur nem­enda til­greindi að þeim gengi betur í stað­námi en fjar­námi. Tæpur fjórðungur sagðist ganga betur í fjar­námi. Fjórðungur nem­enda sagði að þeim gengi jafn vel í fjar­námi og stað­námi. Tæpur helmingur (47%) nem­enda til­greindi að þau myndu vilja fá að velja sjálf á milli stað­náms og fjar­náms á meðan 16% voru því ó­sam­mála.

Um 77% svar­enda sögðu að tækja­búnaður sem notaður er til fjar­kennslu virki vel. Tæp 60% nem­enda sögðu að kennslu­að­ferðir kennara hefðu gengið vel, en 14% að að­ferðir þeirra hefðu gengið illa.

Þá sagði um 87% nem­enda til­greindu að þeir hefðu viljað að náms­mat á haust­önn væri al­farið með símati (43%) eða með símati og heima­prófi (44%).

Um 70% nem­enda kváðust á­nægð með við­brögð síns skóla vegna CO­VID-19, og 64% nem­enda telja sig örugg í skólanum m.t.t. sótt­varna. Alls 11% kváðust því ó­sam­mála að þau væru örugg í skólanum m.t.t. sótt­varna. Þrír af hverjum fjórum svar­endum til­greindu að þeim þættu sótt­varnir í skólanum nægi­lega tryggðar.

Hægt er að lesa frekari niðurstöður úr könnuninni hér.