Tímamót verða í borgarstjórn á morgun þegar Alexandra Briem, fyrsta transkonan, sest þar á forsetastól. Hún segist hafa fórnað áratug í efasemdir um kynleiðréttinguna.

„Okkur líður kannski eins og þetta séu eitthvað minni tímamót á Íslandi heldur en í heiminum af því að þetta er eitthvað sem allir hugsuðu með sér að gæti alveg gerts,“ segir hún en þegar það raunverulega verði þá verði það að sama skapi raunverulegt að transfólk geti fengið mikilvægar stöður alveg eins og hver annar.

Sigmundur Ernir ræðir við Alexöndru á Fréttavaktinni í kvöld.

Hún bendir á að morðtíðni á transfólki, og sérstaklega transkonum sé sú hæst í heimi meðal minnihlutahópa.„Það eru mörg lönd sem ég myndi ekki ferðast til, bara öryggis míns vegna.“

Alexandra segist vilja hressilega pólitík en ekki persónulega
Mynd/Hringbraut

„En svona sendir bæði skilaboð innávið um að það sé ekki bara mögulegt að þetta gerist, heldur að þetta gerist, og sendir líka skilaboð útávið að við séum staður sem vill vera þekktur fyrir svona segir hún og meinar þá skipun sína, verandi transkona, í virðingarstöðu höfuðborgar.

En þú ætlar ekki að vera puntudúkka?

„Nei ég ætla ekki að vera puntudúkka,“ svarar hún.

„Það eru mörg lönd sem ég myndi ekki ferðast til, bara öryggis míns vegna“

Alexandra segist vilja taka á umræðuhefðinni í borginni þótt hún segir sjálfsagt að harka sé í pólití, hún eigi hins vegar að beinast helst að málefnunum, eða hugmyndafræði, í versta falli að flokkunum en ekki að persónum eða einstaklingum.

Hún nefnir líka annað: „Það hefur gerst að borgarfulltrúar beita sér gegn starfsfólki borgarinnar eða embættismönnum sem hafa ekki sæti í borgarstjórn til að verja sig.“

Aðspurð hvort hún muni beita sér sérstaklega að mannréttindamálum eins og transfólks segist hún munu gera það, þar sem hún komi því við en það sé alls ekki allt fyrir henni.

„Ég hef alltaf lagt áherslu á það að þó ég sé transkona í pólitík er ég ekki bara transkona í pólitík.“