Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds í bíl við Þjóðarbókhlöðuna í Vesturbæ Reykjavíkur.

Að sögn vakthafandi varðstjóra var bíllinn alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Bílinn er ónýtur og er bíllinn sem var lagður við hliðina á honum talinn skemmdur líka. Enginn slasaðist eða var nálægt bílnum þegar slökkvilið bar að garði.

Unnið er núna að því að slökkva í síðustu glæðunum og svo mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka við vettvangi og rannsaka brunann. Ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu.