Stór­leikarinn Alec Bald­win er talinn hafa orðið konu að bana við tökur á kvik­mynd í Nýju- Mexíkó síðast­liðinn fimmtu­dag.

Talsmaður leikarans segir að um slys hafi verið að ræða. En Baldwin hafi hleypt af skot­vopni sem var eitt af leik­munum kvik­myndarinnar með þeim afleiðingum að kvikmyndastjóri myndarinnar lést og leikstjóri særðist.

Baldwin leikur aðalhlutverk og er framleiðandi myndarinnar.

Konan sem lést hét Halyna Hutchins var 42 ára gömul og kvik­mynda­stjóri Rust. Hún var flutt með sjúkraflugi á Uni­versity of New Mexico spítalann, þar sem hún var úr­skurðuð látin. Lög­reglu­stjórinn Juan Rios sagði leikarann hafa gefið sig fram sjálf­viljugur. Engin kæra hefur verið gefin út sem stendur.

Hutchins var meðal annars nefnd rísandi stjarna af American Cinema­tograp­her árið 2019. Eftir að fréttir bártust af andláti hennar fóru samúðarkveðjur að berast á samfélagsmiðlum til fjölskyldu og vina.

Adam Egypt Morti­mer, leik­stjóri og fram­leiðandi kvikmyndarinnar Archenemy, minnist Hutchins á Twitter síðu sinni en þau unnu einmitt saman að fyrrnefndri mynd.

„Ég er svo leiður yfir að missa Halynu. Og svo reiður að þetta hafi getað gerst á setti,“ sagði Morti­mer í færslunni.

Að sögn lögreglustjórans Juan Rios hafi Baldwin gefið sig sjálfviljugur fram og eftir samtalið hafi hann yfirgefið staðinn. Málið sé í rann­sókn og eng­inn hafi verið ákærður sem stendur.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð