Alec Baldwin full­yrðir að hann hafi ekki tekið í gikkinn á byssunni sem skot hljóp úr og varð Halynu Hutchins til bana á setti kvik­myndarinnar Rust í októ­ber.

Baldwin mætti í sitt fyrsta við­tal á sjón­varps­stöðinni ABC í gær eftir að slysið varð í októ­ber. „Það var ekki tekið í gikkinn. Ég tók ekki í gikkinn,“ segir leikarinn.

„Ég myndi aldrei beina byssunni að neinum og taka í gikkinn, aldrei,“ sagði leikarinn. Hann var með tárin í augunum á meðan við­talinu stóð.

„Það setti ein­hver kúlu í byssuna, kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á svæðinu,“ segir leikarinn. Hann svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort þetta væri það versta sem hefði komið fyrir hann.