Ey­þór Arnalds segir í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins frá því hvernig hann fann ástina á ný með lista­konunni Ást­ríði Jósef­ínu Ólafs­dóttur en þau búa saman í fal­legu húsi í vestur­bænum.

„Það er dá­sam­legt að finna ástina og kannski er hún lífið, það er að segja að elska aðra mann­eskju og allt sem maður gerir. Ég held að það sé á­kveðið hreyfi­afl. Ég var heppinn að kynnast Ást­ríði.“

Að­spurður um rúm­lega tuttugu ára aldurs­mun parsins gefur Ey­þór lítið fyrir það. „Það er vissu­lega aldurs­munur á okkur en það dregur okkur saman að við deilum sömu gildum og á­huga­málum og brennum bæði sér­stak­lega fyrir listinni og klassískri tón­list. Við erum mjög sam­huga.“

En ætli aldurs­munurinn hafi ekkert setið í þeim í upp­hafi?

„Ekki nægi­lega til að stöðva ástina. En jú, lífið er ævin­týri og ekki alltaf eftir for­skrift og það er bannað að hafa leiðin­legt og það er ein­mitt mottó Ást­ríðar.“

Parið kynntist í gegnum sam­eigin­lega vini og varð Ey­þór strax heillaður.

„Hún er ólík flestum sem ég hef kynnst. Hún er málari í klassískum stíl. Endur­reisnar­málari. En hún er ekki bara málari heldur stundar hún líka „aerial silks“, eins og þú sérð í Cirqu­e du So­leil,“ lýsir Ey­þór, aug­ljós­lega heillaður og bendir blaða­manni á sterk­lega róluna á ganginum þar sem sam­býlis­konan æfir sig.

„Hún er sterk manneskja í mörgum skilningi þess orðs og hefur þurft að hafa fyrir lífinu. Hún er góð jarð­tenging fyrir mig. Ég fer stundum of hratt og það er gott að hafa góða jarð­tengingu.“