Um klukkan tvö sá Sindri Ólafs­son, þyrlu­flug­maður hjá Þyrlu­þjónustunni Helo, mann ganga á gígnum sjálfum í Geldinga­dölum. Afar vara­samt er að ganga á þar og sagði Sindri í sam­tali við Frétta­blaðið að honum hafi verið „drullu­sama“ um þá miklu hættu sem þessu fylgir.

Um klukkan hálf fjögur var tekin önnur mynd af gígnum úr þyrlu Helo. Flug­maðurinn Sól­veig Péturs­dóttir sagðist aldrei hafa séð jafn mikið af fólki á hrauninu og að þetta líktist ein­hvers konar “hjarð­hegðun”.

Frétta­blaðið ræddi fyrr í dag við björgunar­­sveit á svæðinu, lög­­reglu­­stjórann á Suður­­nesjum og Veður­­stofuna sem sögðu öll að enginn á þeirra vegum væri á svæðinu.