Bílar

Aldrei meiri olíunotkun

Á þriðja ársfjórðungi ársins fór dagleg olíunotkun í 100,3 milljónir olíutunna og hafði aukist um 2,3% á milli ára og um 1,3% frá síðasta ársfjórðungi.

Olíuvinnsla OPEC ríkjanna jókst um 500.000 tunnur á dag og um 400.000 tunnur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi. Fréttablaðið/Getty

Þó svo flestir bílaframleiðendur keppist nú við að rafmagnsvæða bíla sína hefur olíunotkun aldrei verið meiri í heiminum en einmitt nú. Á þriðja ársfjórðungi ársins fór dagleg olíunotkun í 100,3 milljónir olíutunna og hafði aukist um 2,3% á milli ára og um 1,3% frá síðasta ársfjórðungi. Á þessum þriðja ársfjórðungi jókst olíframleiðsla OPEC ríkjanna um 500.000 tunnur á dag og um 400.000 tunnur í Bandaríkjunum. Framleiðsla eldsneytis úr landbúnaðarafurðum (Biofuel) jókst einnig um 300.000 tunnur á dag á milli þessara ársfjórðunga. 

International Energy Agancy spáir 102 milljóna olíutunna notkun á dag á næsta ári. Það er því ekki enn komið að því að toppnum sé náð í olíunotkun í heiminum og ekki víst að svo verði í bráð þó svo bílafloti heimsins eyði minna af eldsneyti á hvern bíl en áður. Ekki hjálpar síaukin flugvélanotkun, siglingar og flutningar á vörum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing