Aldrei hafa fleiri kórónu­veiru­smit greinst á einum sólar­hring í sama fylki Banda­ríkjanna og í Flórída síðasta sólar­hringinn. Alls greindust þar 15.299 ný smit, eða um fjórðungur allra nýrra smita í Banda­ríkjunum.

Að­eins búa um 7 prósent íbúa Banda­ríkjanna í Flórída. Slakað var á sam­komu­tak­mörkunum í fylkinu síðasta mánu­dag og hefur smitum aftur farið hratt fjölgandi síðan. Fylkið er þá í við­kvæmri stöðu vegna þess að það er bæði vin­sæll ferða­manna­staður og því þar er hlut­fall aldraðra íbúa mjög hátt.

Fjöldi nýrra smita síðasta sólar­hringinn er nú hærri en þegar verst var í New York fylki í apríl. 45 létust þá úr Co­vid-19 í Flórída síðasta sólar­hring.

Ef fylkið væri land sæti það nú í fjórða sæti yfir fjölda nýrra smita að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Fleiri en 40 spítalar fylkisins hafa þá gefið út að þeir séu yfir­fullir og geti ekki tekið á móti fleiri sjúk­lingum.

Dis­n­ey-land var þá opnað aftur í fylkinu í gær en gestir skemmti­garðsins þurfa að bera and­lits­grímur og spritta sig reglu­lega.