Það er alltaf til­efni til að minna á það á aldrei að gefa gælu­dýr í jóla­gjöf, segir Val­gerður Val­geirs­dóttir, for­maður Dýra­hjálpar. Fólk verði að á­kveða upp á eigin spýtur að eignast gælu­dýr enda fylgi þeim mikil skuld­binding. 

„Það er rosa­lega mikil skuld­binding að taka að sér dýr. Þetta er fjár­hags­leg skuld­binding og þú þarft að skuld­binda tíma þinn mörg ár fram í tímann,“ segir Val­gerður. 

Hún segir að­spurð að út­lit sé fyrir að slíkum gjöfum fari fækkandi hér á landi, ekki síst vegna aukinnar um­ræðu og vitundar­vakningar, meðal annars í gegnum sam­fé­lags­miðla. Þó séu alltaf dæmi um að fólk gefi sínum nánustu gælu­dýr í jóla­pakkann. 

Skiljan­legt að loka yfir há­tíðirnar 

Breska ríkis­út­varpið greindi frá því í gær að þýskt dýra­at­hvarf hafi á­kveðið að loka hjá sér yfir há­tíðirnar til þess að koma í veg fyrir að dýrin rati í jóla­pakkana, enda sé um lifandi verur að ræða sem þurfi að huga að og hlúa.

Val­gerður segir á­kvörðunina skiljan­lega en að ekki hafi verið þörf á að loka hjá Dýra­hjálp um há­tíðirnar því hér­lendis sé fólk al­mennt með­vitað um að á­kvörðun um að eignast dýr sé aldrei létt­væg. Þá þurfi þeir sem ætt­leiði dýr hjá Dýra­hjálp að undir­rita skjöl sem stað­festa að við­komandi verði eig­andinn.

„Það er gerður ætt­leiðinga­samningur við mann­eskjuna sem verður eig­andinn, því það er svo margt sem fylgir því að eiga dýr. Það fylgir því svo margt að vera gælu­dýra­eig­andi. Það þarf lausnir við alls konar hlutum. Það þarf að geta fengið pössun, til dæmis ef við­komandi er að fara til út­landa eða í sumar­bú­stað þar sem þú mátt ekki hafa dýrin og svo fram­vegis og fram­vegis,“ segir Val­gerður. 

„Ef þú ætlar að sinna dýrinu á þann hátt að þú upp­fyllir lág­marks­reglu­gerðir um dýra­hald þá kostar það mjög mikið, til dæmis að við­halda bólu­setningum og orma­lyfjum og ef eitt­hvað kemur fyrir þá kostar sitt að fara til dýra­læknis. Eins ef þú vilt vanda til vals við fóður þá kostar það líka sitt. Þannig að þetta er of­boðs­lega mikið og ef þú vilt skuld­binda mann­eskju í svona rosa­lega stóran pakka þá er það ekki sniðug hug­mynd.“ 

Lokaðir inni meiri­hluta sólar­hrings 

Dýra­at­hvörf um allan heim minna ár­lega á að ekki eigi að gefa gælu­dýr í jóla­gjafir – og benda á, líkt og Val­gerður, allar þær skuld­bindingar sem dýrunum fylgja. Hall­gerður Hauks­dóttir, for­maður Dýra­verndar­sam­bands Ís­lands, ritaði grein í Frétta­blaðið í gær þar sem hún sagði að sá siður hafi myndast á Ís­landi að geyma hunda í ferða­búrum. 

„Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrum yfir daginn á meðan eig­andinn er að vinna og síðan hleypt út síð­degis. Þessir hundar eru því hrein­lega lokaðir inni í ferða­búrum meiri hluta sólar­hringsins. Svo eru þeir jafn­vel lokaðir aftur inni í búrum allt kvöldið,“ skrifaði Hall­gerður, en pistil hennar má lesa hér.