Út­lendinga­stofnun bárust 867 um­sóknir um al­þjóð­lega vernd í fyrra og segir stofnunin að góður árangur hafi náðst við af­greiðslu um­sókna. Að því er kemur fram í til­kynningu um málið fjölgaði af­greiddum um­sóknum um 42 prósent og ó­af­greiddum fækkaði um 37 prósent miðað við árið þar á undan.

Í heild fengu 531 manns alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum á síðasta ári. Stofnunin tók ákvarðanir um veitingu alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar og dvalarleyfis af mannúðarástæðum í sex af hverjum tíu málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar, alls 376 en til samanburðar afgreiddi Útlendingastofnun 160 umsóknir með veitingu árið 2018 og höfðu þær þá aldrei verið fleiri.

Umsóknir eftir upprunaríkjum.
Útlendingastofnun

Hlutfallslega flestar umsóknir á Íslandi

Flestir um­sækj­endurnir voru frá Venesúela og Írak en þeir sem sóttu um al­þjóð­lega vernd voru af 71 þjóð­erni. Miðað við önnur Norður­lönd voru um­sóknirnar um vernd flestar á Ís­landi eða 24 á hverja 10 þúsund íbúa. Þar á eftir var Sví­þjóð með 22, Finn­land með 8, Dan­mörk með 5 og Noregur með 4.

Aldrei hafa fleiri ein­staklingar hlotið vernd á einu ári en Út­lendinga­stofnun segir það skýrast af því hversu stór hluti um­sækj­enda hafði þörf fyrir vernd og hversu mörg mál tókst að af­greiða. Þá styttist málsmeðferðartími töluvert og voru færri sem biðu eftir niðurstöðu umsóknar í ár.

Niðurstöðurnar má sjá í heild sinni hér.

Hlutfall umsókna miðað við önnur Norðurlönd.
Útlendingastofnun