Í dag voru 688 nem­­end­­ur braut­­skráð­­ir frá Há­­skól­­an­­um í Reykj­­a­­vík við há­­tíð­­leg­­a at­h­öfn í Hörp­­u og er þett­­a stærst­­a braut­­skrán­­ing há­­skól­­ans frá stofn­­un hans árið 1998. Met var einn­ig sett hjá Há­skól­a Ís­lands við út­skrift í dag þar sem meir­a en 2.500 nem­ar braut­skráð­ust úr grunn- og meist­ar­a­nám­i.

Alls út­skrif­uð­ust 479 nem­end­ur úr grunn­nám­i og 209 úr meist­ar­a­nám­i. Vegn­a sam­kom­u­tak­mark­an­a var út­skrift­inn­i skipt í tvennt og út­skrif­uð­ust nem­end­ur tækn­i­sviðs fyr­ir há­deg­i en sam­fé­lags­sviðs eft­ir há­deg­i.

Flest­ir voru braut­skráð­ir af verk­fræð­i­deild eða 154, þar af 81 með meist­ar­a­gráð­u. Þar á eft­ir kom við­skipt­a­fræð­i­deild­in með 145 braut­skráð­a nem­end­ur, þar af 50 með meist­ar­a­gráð­u.

Dr. Ari Krist­inn Jóns­son, rekt­or HR, flutt­i á­varp við at­höfn­in­a.

„Lyk­ill­inn að því að skap­a sem mest verð­mæt­i án þess að gang­a á sam­eig­in­leg­ar auð­lind­ir er að nýta mennt­un, þekk­ing­u og ný­sköp­un. Á Ís­land­i eru gríð­ar­leg tæk­i­fær­i til að skap­a betr­a sam­fé­lag þar sem jafn­rétt­i, sann­girn­i, vel­líð­an og heil­brigð­i eru í fyr­ir­rúm­i. Um all­an heim er tækn­i­bylt­ing einn­ig að skap­a tæk­i­fær­i til að gera meir­a og bet­ur, á grunn­i sjálf­virkn­i, gerv­i­greind­ar, gagn­a­grein­ing­ar, líf­tækn­i og margs fleir­a. Öll þess­i tæk­i­fær­i kall­a á vel mennt­að­a og hæfa ein­stak­ling­a og for­send­a þess að geta nýtt þau, er geta til afla þekk­ing­ar og nýta hana til að finn­a nýj­ar lausn­ir. Mennt­un þarf að vera í takt­i við þarf­ir sam­fé­lags­ins og í takt­i við þarf­ir nem­end­a sem eru mis­mun­and­i og allt­af að breyt­ast og fjöl­breytn­i og stöð­ug fram­þró­un eru þess vegn­a for­send­ur öfl­ugs há­skól­a­starfs á Ís­land­i,“ sagð­i hann með­al ann­ars í ræðu sinn­i.

Rekt­or HR flyt­ur ræðu við braut­skrán­ing­ar­at­höfn­in­a.
Mynd/Aðsend