Flug­deild Land­helgis­gæslunnar sinnti 299 út­köllum árið 2022 og hafa þau aldrei verið fleiri. Fyrra met var sett árið 2018, en þá annaðist Land­helgis­gæslan 278 út­köll með loft­förum stofnunarinnar.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni.

Af út­köllunum var tæp­lega helmingur þeirra vegna sjúkra­flutninga, eða 156 talsins, og 115 vegna leitar eða björgunar. Um þriðjungur út­kallanna farin á sjó, sem er aukning frá fyrra ári.

Þá voru 136 út­köll á hæsta for­gangi, af þeim 299 út­köllum sem bárust.

Sjúkra­flutningum fjölgaði einnig á síðasta ári. Meðal annars var nokkuð um út­köll til Vest­manna­eyja og á sunnan­verða Vest­firði, sem hefð­bundið sjúkra­flug gat ekki annast sökum veðurs eða slæms skyggnis.