Kóróna­veirufar­aldurinn er á­fram í mikilli upp­sveiflu víða um heim en þrátt fyrir að bólu­setning sé hafin og heims­byggðin komin með meira en árs reynslu af veirunni, eru enn fjöl­margir að greinast.

Síðast­liðna sjö daga greindust til að mynda 5,2 milljón manns á heims­vísu, sem er mesti fjöldi frá upp­hafi far­aldursins. Fyrir það höfðu flest til­felli á einni viku greinst um miðjan desember.

Þá hefur and­látum einnig fjölgað en síðast­liðna viku voru um það bil 82 þúsund and­lát til­kynnt, miðað við um það bil 60 þúsund í lok mars.

Að því er kemur fram í frétt Bloom­berg um málið, þar sem vísað er í upp­lýsingar frá Johns Hop­kins há­skólanum, er um að ræða 12 prósenta aukningu milli vikna.

Fleiri greinast á Indlandi og í Brasilíu

Í heildina hafa rúm­lega 141,5 milljón til­felli smits verið til­kynnt á heims­vísu og rúm­lega þrjár milljónir látist.

Á meðan til­fellum fækkar hjá löndum eins og Banda­ríkjunum og Bret­landi eru sí­fellt fleiri til­felli að greinast í löndum eins og Brasilíu og Ind­landi.

Ind­land og Brasilía eru nú með næst flest til­felli á eftir Banda­ríkjunum, Ind­land með rúm­lega 15 milljón til­felli og tæp­lega 179 þúsund and­lát, og Brasilía með tæp­lega 14 milljón til­felli og rúm­lega 373 þúsund and­lát. Búið er að bólu­setja um það bil 4,5 prósent þjóðarinnar á Ind­landi og 8,3 prósent í Brasilíu.