Í dag braut­skrást úr grunn- og fram­halds­námi frá Há­skóla Ís­lands yfir 2.500 manns. Í til­kynningu frá Há­skóla Ís­lands (HÍ) kemur fram að aldrei hafi fleiri verið braut­skráð. Í dag, líkt og í fyrra, verður at­höfnin með sér­stöku sniði vegna sótt­varna­tak­markana.

Líkt og áður mun Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, flytja á­varp við at­höfnina og þá munu Ingvar Þór­odds­son, BS í raf­magns- og tölvunar­verk­fræði, og Val­dís Huld Jóns­dóttir, MS í iðnaðar­líf­tækni, á­varpa gesti fyrir hönd braut­skráningarkandídata á at­höfnunum tveimur. Tón­listar­konan Bríet stígur á stokk á fyrri at­höfninni og skemmtir gestum á­samt Ru­bin Pollock og á þeirri seinni treður Jónas Sigurðs­son upp á­samt Ómari Guð­jóns­syni.

Há­skóli Ís­lands braut­skráði 467 kandídata í febrúar síðast­liðnum og því hafa alls 3.015 út­skrifast frá skólanum það sem af er ári.

Tvær athafnir

Braut­skráningar­at­hafnir verða tvær og fara fram í Frjáls­í­þrótta­höllinni í Laugar­dal (nýju Laugar­dals­höllinni) að þessu sinni. Einungis kandídatar, sem taka á móti braut­skráningar­skír­teinum sínum, verða við at­hafnirnar. Bein út­sending verður hins vegar frá þeim báðum fyrir að­stand­endur, vini og önnur á­huga­söm.

Á fyrri braut­skráningar­at­höfninni, sem hefst kl. 10, fá kandídatar í grunn- og fram­halds­námi frá Fé­lags­vísinda­sviði og Verk­fræði- og náttúru­vísinda­sviði út­skriftar­skír­teini sín. Sam­tals braut­skrást 736 frá Fé­lags­vísinda­sviði og 287 frá Verk­fræði- og náttúru­vísinda­sviði.

Seinni at­höfnina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandídatar í grunn- og fram­halds­námi frá Heil­brigðis­vísinda­sviði, Hug­vísinda­sviði og Mennta­vísinda­sviði. Þar braut­skráist 671 frá Heil­brigðis­vísinda­sviði, 298 frá Hug­vísinda­sviði og 556 frá Mennta­vísinda­sviði.

Saman­lagt verða 1621 kandídatar braut­skráðir úr grunn­námi að þessu sinni og 927 úr fram­halds­námi. Alls munu því 2.548 kandídatar út­skrifast frá Há­skóla Ís­lands í dag en það er lang­mesti fjöldi sem skólinn hefur braut­skráð í einu lagi. Til saman­burðar voru kandídatarnir 2.050 í fyrra.

Slóð á út­sendingu frá at­höfnunum: https://www.hi.is/vid­bur­dir/braut­skraning_haskola_is­lands