Innlent

Aldrei eins margir viljað inn í fangelsin

Konur í miklum meirihluta.

Í dag eru 57 fangaverðir í fullu starfi á Litla Hrauni og níu á Sogni. Fréttablaðið/Heiða

Alls sóttu 67 manns um vinnu í sumarafleysingum í fangelsinu á Litla-Hrauni og Sogni í ár og hafa umsóknirnar aldrei verið fleiri. Langflestar þeirra komu frá konum eða samtals 44. Byrjað verður að boða umsækjendur í viðtöl strax í næstu viku en ráða þarf um 25 fangaverði á þessa tvo staði fyrir sumarið. 

 „Ég er mjög ánægður með allar þessar umsóknir og hve margir hafa áhuga á starfi fangavarðarins. Þetta er fólk á öllum aldri, bæði frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, allt hæfileikaríkt fólk með misjafna menntun. Það gæti orðið erfitt að velja umsækjendur en við munum klóra okkur í gegnum það“, segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður á Litla Hrauni og Sogni, í samtali við Fréttablaðið. 

Sumarafleysingafólkið mun fara á sérstakt nýliðanámskeið í maí áður en það fer að ganga vaktir en það námskeið er bæði bóklegt og verklegt. Í dag eru 57 fangaverðir í fullu starfi á Litla Hrauni og níu á Sogni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Auglýsing

Nýjast

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing