For­maður Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga er kjörinn til fjögurra ára í senn að af­loknum sveitar­stjórnar­kosningum.

Til að gegna for­mennsku eða sitja í stjórn sam­bandsins þurfa fram­bjóð­endur að vera aðal- eða vara­menn í sveitar­stjórn.

Al­dís Haf­steins­dóttir er vara­maður í bæjar­stjórn Hvera­gerðis en hefur jafn­framt gegnt for­mennsku Sam­bandsins síðustu fjögur ár.

En þar sem hún hefur verið ráðin sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps og hyggst flytjast bú­ferlum frá Hvera­gerði verður hún ekki lengur kjör­geng til formanns Sam­bandsins .

Al­dís hafði hug á að búa á­fram í Hvera­gerði um sinn og gegna for­mennsku Sam­bandsins á­fram, en eftir að hafa lagst yfir stöðuna á­kvað hún að réttast væri að ein­beita sér al­farið að Hruna­manna­hreppi.

„Ég er búin að hugsa þetta vand­lega síðustu vikur og fara yfir mína stöðu. Þetta er niður­staðan og mér finnst ein­fald­lega rétt og heiðar­legast að færa mig um set yfir í sveitar­fé­lagið sem mun eiga hug minn allan næstu fjögur árin.“

Al­dís segist eiga eftir að sjá eftir for­manns­starfinu sem hafi vissu­lega verið krefjandi. „Það hefur ekki verið nein logn­molla á sveitar­stjórnar­stiginu síðustu fjögur árin. Það er alveg ljóst. En þetta hefur líka verið á­kaf­lega skemmti­legur tími.”

„Ég hefði svo gjarnan viljað halda á­fram en fram­boð til for­mennsku hjá Sam­bandinu er háð því að við­komandi sé kjörinn full­trúi og því er þetta niður­staðan.“

„Ég er búin að hugsa þetta vand­lega síðustu vikur og fara yfir mína stöðu“

Al­dís sat lengi í stjórn Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga áður en hún varð for­maður. Hún hefur jafn­framt gegnt stöðu bæjar­stöðu í Hvera­gerði um ára­bil.

„Ég er búin að vera lengi í þessu og veit þess vegna hvað það skiptir miklu máli fyrir sveitar­stjóra að geta helgað sig brýnum verk­efnum heima fyrir.”

„Þau lúta fyrst og fremst að því að gæta hags­muna í­búanna og það er á þeim grunni sem þessi á­kvörðun er í raun tekin,“ segir Al­dís.

Heimildir Frétta­blaðsins herma að nokkrir bæjar- og borgar­full­trúar hafi hug á að bjóða sig fram til for­mennsku nú þegar ljóst er að Al­dís stígur til hliðar.

Rósa Guð­bjarts­dóttir er talin lík­leg, enda hefð fyrir því að for­maður Sam­bandsins komi úr röðum Sjálf­stæðis­flokks. Rósa hættir sem bæjar­stjóri Hafnar­fjarðar eftir tvö ár.

Jón Björn Hákonar­son, sveitar­stjóra Fjarða­byggðar og ritari Fram­sóknar­flokksins, hefur einnig verið nefndur sem mögu­legur for­maður, enda með langa reynslu af stjórnar­setu hjá Sam­bandinu.

Þá hafa bæði Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, og Heiða Björg Hilmars­dóttir, borgar­full­trúi Sam­fylkingar, verið nefnd í tengslum við for­manns­stólinn. Hermt er að mörgum þyki tíma­bært að full­trúi fjöl­mennasta sveitar­fé­lags landsins fái for­manns­stólinn.

Fram­boðs­frestur rennur út 15. júlí næst­komandi en kjörið sjálft fer fram með raf­rænum hætti í næsta mánuði. Nýr for­maður mun svo taka við af Al­dísi á Lands­þingi Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga sem haldið verður á Akur­eyri í septem­ber.