Al­dís Mjöll Geirs­dóttir, for­maður Norður­landa­ráðs æskunnar og fyrr­verandi for­seti Lands­sam­taka ís­lenskra stúdenta, hefur gefið kost á sér í sæti á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík fyrir næstu Al­þingis­kosningar en hún sækist eftir sæti ofar­lega á listanum.

Hún hóf þátttöku hjá Sam­fylkingunni í haust þar sem hún var kjörin al­þjóða­ritari og mál­efna­stýra Ungra jafnaðar­manna en fyrir það hafði hún verið virk í stúdenta­pólitík, bæði hér á landi og er­lendis.

Al­dís segist leggja á­herslu á stefnu­breytingu í lofts­lags­málum og vill að gripið sé til rót­tækra og af­herandi að­gerða í þeim málum. Þá telur hún að á­kveðið sóknar­færi sé nú hjá flokknum til að tefla fram fjöl­breyttum listum þar sem nýtt fólk er þar í bland við reynslu­meira fólk.

Líkt og áður hefur verið greint frá mun Sam­fylkingin í Reykja­vík ekki efna til próf­kjörs fyrir kosningarnar á næsta ári heldur hefur upp­stillinga­nefnd verið falið að raða fólki á lista. Gert er ráð fyrir að fram­boðs­listarnir verði til­búnir snemma á næsta ári.

Þó nokkrir hafa nú gefið kost á sér í sæti á lista flokksins, til að mynda Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, Krist­rún Frosta­dóttir, aðal­hag­fræðingur Kviku banka, og Jóhann Páll Jóhanns­son, fyrrum blaða­maður og ráð­gjafi Sam­fylkingarinnar.