Aukinn launa­­­kostnaður gæti valdið stór­­­slysi fyrir fjár­­­mál sveitar­­­fé­laganna. Þetta segir Al­­­dís Haf­­­steins­dóttir, for­­­maður Sam­bands ís­­­lenskra sveitar­­­fé­laga, í ræðu á fjár­­­mála­ráð­­­stefnu sveitar­­­fé­laga í morgun sem fram fer á Hilton Reykja­­vík Nor­di­­ca. Sveitar­­­fé­lög þurfi að ein­blína á að for­­­gangs­raða verk­efnum.

Al­­menni markaðurinn leiði launa­­þróun í landinu

Al­­­dís segir að hið opin­bera eigi ekki að leiða launa­­­þróun í landinu. „Þar á hinn al­­­menni markaður að draga vagninn og þá sér­­­stak­­­lega hinar gjald­eyris­­­skapandi út­flutnings­­­greinar. Hið opin­bera á svo að fylgja í kjöl­farið í sama takti. Það eru tak­­­mörk fyrir því hvað launa­­­kostnaður getur vaxið án þess að stór­­­slys verði raunin.“

Þá standi mörg sveitar­­­fé­lög enn vel fjár­hags­­­lega, en sum standi höllum fæti. Þá væru líkur á því að fjár­hags­­­staða sveitar­­­fé­laganna myndi versna nú milli ára. Ein helsta á­­­stæða þess væru aukin launa­út­­­gjöld sem „virðast vera langt um­­­­­fram tekju­aukningu vegna út­svars.“ Að sama skapi sagði Al­­­dís í ræðunni að sveitar­­­fé­lög gætu ekki „eytt um efni fram í langan tíma án þess að eitt­hvað bresti.“

Þakk­lát að­­gerðum ríkis­­stjórnarinnar

Þá segir hún að sveitar­­­fé­lögin eigi allt sitt undir í því hvernig gengur í þjóðar­bú­­­skapnum. Mikil ó­­­vissa væri fram­undan í efna­hags­­­málum og leggja þyrfti á­herslu á að greiða niður opin­berar skuldir. Hins vegar segir hún að efna­hags­að­­­gerðir ríkis­­­stjórnarinnar hafi komið sér vel fyrir sveitar­­­fé­lögin. Þakkaði Al­­­dís „víð­tækum og mark­vissum mót­­­vægis­að­­­gerðum ríkis­­­stjórnarinnar og Al­þingis í efna­hags­­­málum sem komu sveitar­­­fé­lögunum til góða, enda áttum við afar gott sam­starf við ríkis­stjórnina vegna þessara að­gerða.“