Safnið sem var í nýrri viðarbyggingu síðan 2016 var í 2.275 metra hæð og þar innandyra voru 230 verðmæt mótorhjól frá um 100 framleiðendum og auk þess nokkrir verðmætir sportbílar. Mörg mótorhjólanna voru meira en 100 ára gömul og afar verðmæt og sum þeirra jafnvel sjaldgæfar sportúgáfur sem voru í eigu frægra knapa á árum áður. Eldhafið var slíkt að ekkert stóð eftir nema burðarbitar byggingarinnar, og grindur mótorhjólanna, en vélar og f leira bráðnaði í hitanum. Safnið var óskabarn Scheiber-bræðranna Alban og Attila sem ráku skíðalyftur á þessu svæði. Árið 2003 brann meira en helmingur mótorhjóla í stóru safni í Birmingham, en þar tókst að endurgera meira en helming þeirra. Bruninn í Hochgurgl var þó öllu verri og ólíklegt að nokkuð sem var þar inni verði aftur til sýnis.

Ómetanlegt safn gamalla mótorhjóla var á staðnum sem var algerlega laus við brunavarnir.