For­eldrar barna með á­hættu­hegðunar- eða vímu­efna­vanda eru oft bugaðir vegna á­standsins á heimilinu. Þessir for­eldrar upp­lifa sig úr­ræða­lausa og vita ekki hvert á að leita, þekkja ekki þau úr­ræði sem í boði eru.

Nú í kjöl­far Co­vid-far­aldursins er líðan þeirra ekki góð og þurfa þeir enn frekari á stuðningi að halda.

„Þar sem vanda­málin voru fyrir þá gerði far­aldurinn illt verra. Við finnum það núna að það er enn meiri þörf á stuðningi en áður,“ segir Berg­lind Gunnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri For­eldra­húss.

Ekki eru vís­bendingar um aukið brott­fall úr fram­halds­skólum vegna far­aldursins. „Það er auð­vitað frá­bært. Við vitum að þar stigu for­eldarnir inn í, í mörgum til­fellum. Við erum að heyra um mörg dæmi um litla virkni ung­linganna, að þau hafi sofið fyrir framan tölvuna í far­aldrinum, en þar stigu for­eldrar inn og hjálpuðu þeim með heima­lær­dóminn,“ segir Berg­lind.

Neysluvandi unglingsins í ofanálag

Fyrir marga veldur vinna og heimilis­hald nógu á­lagi án þess að við bætist neyslu­vandi ung­lingsins á heimilinu.

„Á sama tíma og við erum að styðja for­eldra í að gefa barninu sínu merkingar­bært líf og styðja þau í að verða nýtir þjóð­fé­lags­þegnar án neyslu vímu­efna, þá styðjum við líka for­eldrana til að þeir verði ekki veikir líka. Við höfum náð að bjarga mörgum frá því að fara í kulnun. Það er meira en að segja það að vera for­eldri barna sem eitt­hvað er að. Það á við um sjúk­dóma, greiningar en líka neyslu. Neysla barns kostar sterkar taugar,“ segir Berg­lind.

„Bak við börn sem stunda á­hættu­hegðun og eru að fikta við neyslu eru sligaðir for­eldrar. Sligaðir af skömm, van­mætti, angist og svefn­leysi. Þetta getur lamað fólk á vinnu­markaði og haft mikil á­hrif á sam­bandið við makann. Þessi þáttur af neyslu ung­menna er ekki mikið ræddur.“

Þau voru ein­fald­lega bara upp­gefin, á­lagið var orðið svo mikið, og aldrei sam­mála um hvernig tækla ætti vanda­málið.

Foreldrar uppgefnir

Berg­lind veit af mörgum skilnuðum sem rekja má til neyslu barns. „Það reynist ekki endi­lega góð lausn, hvorki fyrir for­eldrana né krakkana. Þau voru ein­fald­lega bara upp­gefin, á­lagið var orðið svo mikið, og aldrei sam­mála um hvernig tækla ætti vanda­málið.“

Meðal ráða sem Berg­lind hefur uppi í erminni er að marka snemma af­stöðu til vímu­efna. „Það er mjög hollt að draga mörkin við ung­lingana og fræða þau um hve­nær það er leyfi­legt að kaupa á­fengi, á­fengis­kaupa­aldur er skýr. Sama á við um fíkni­efni, að þau séu ó­lög­leg. Þetta er það sama og með úti­vistar­reglurnar, með þeim er auð­velt að setja reglur og sam­mælast við aðra for­eldra um að þær gildi yfir allan vina­hópinn.“

Berg­lind segir að það sé vel hægt að styðja for­eldra í gegnum þessar erfiðu að­stæður, fyrsta skrefið er að ræða við þá sem skilja að­stæðurnar.

„Það er ekki hægt að ætlast til þess að vinir eða fjöl­skylda skilji að­stæðurnar, fyrir utan skömmina. Margir upp­lifa sig sem mis­lukkaða for­eldra þegar barnið er komið í neyslu,“ segir hún. „Það er mjög al­gengt að fólk segi við okkur að það óski þess að hafa fengið stuðning fyrr. Við höfum starfað síðan 1986 og við vitum að það eru ótal for­eldrar þarna úti sem þurfa á stuðningi að halda.“