Tals­verður erill var hjá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins síðasta sólar­hringinn. Tals­vert var um sjúkra­bíla­út­köll síðustu nótt tengdum skemmtana­haldi og bættust við þau önnur bráða­til­vik sem sjúkra­bílar þurftu að sinna.

Þetta kemur fram í Face­book færslu hjá Slökkvi­liði höfuðborgarsvæðisins.

Mikael Smári Mikaels­son, yfir­læknir á bráða­mót­töku Land­spítalans, segir á­laginu á bráða­mót­töku hafa verið lýst sem við­ráðan­legu en flestir sem leituðu til bráða­mót­töku gerðu það vegna slysa tengdum á­fengis­neyslu eða of­beldis.

„Á­lagið í nótt var ekki meira en oft á laugar­dögum,“ sagði Mikael í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir aðfaranótt laugardags hafa verið annasamari en aðfaranótt sunnudags.

Hann segir deildina hafa verið að fást við sömu mál báðar nætur en málin hafi verið fleiri fyrri nóttina. „Föstu­dagurinn var tals­vert verri, mikill fjöldi fólks og yfir­á­lag,“ segir hann.

Að­spurður hvort á­lagið sé árs­tíðar­tengt svarar Mikael: „Ég er ekki viss um að þetta tengist sumri sér­stak­lega. Ég held þetta tengist fríum og há­tíðar­höldum meira, þá eru fleiri að skemmta sér. Svo voru auð­vitað mánaða­mót og fólk fékk út­borgað.“

Mikael segir þó ekkert eitt ráða þessu. „Ég get ekki sagt fyrir víst hvað ræður þessu en það er á þessum tíma sem maður finnur einna helst fyrir þessu. Þegar veður er betra, fólk í fríi eða hefur meiri pening um hönd,“ segir hann.

Hér má sjá skjáskot af færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook.
Fréttablaðið/Skjáskot