Land­spít­al­inn bið­ur fólk sem veik­ist eða lend­ir í væg­um slys­um sem krefj­ast ekki bráðr­ar að­stoð­ar, að fara frek­ar á heils­u­gæsl­u eða Lækn­a­vakt­in­a en bráð­a­mót­tök­un­a í Foss­vog­i. Mik­ið álag sé á henn­i og bú­ast megi við langr­i bið á bráð­a­mót­tök­unn­i.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá Land­spít­al­an­um. Í mynd­skeið­i með færsl­u spít­al­ans á Fac­e­bo­ok seg­ir Hjalt­i Már Björns­son, yf­ir­lækn­ir bráð­a­lækn­ing­a, að „stað­an í inn­lagn­ar­mál­um á Land­spít­al­an­um í dag er því mið­ur mjög þung. Það eru núna tug­ir sjúk­ling­a sem að bíða inn­lagn­ar á leg­u­deild­ir Land­spít­al­ans og því mið­ur kom­ast ekki þang­að og eru því vist­að­ir á bráð­a­mót­tök­unn­i.“

Því hvet­ur hann fólk til að leit­a frek­ar til heils­u­gæsl­unn­ar eða Lækn­a­vakt­ar­inn­ar ef um smá­væg­i­leg meiðsl­i eða lít­ils hátt­ar veik­ind­i er að ræða.

„Þann­ig að ef um minn­i hátt­ar vand­a­mál er að ræða, eða eitt­hvað sem er ekki brátt, þá hvetj­um við fólk til að leit­a þang­að til að fá fyrst­u þjón­ust­u. Ef þörf er á er mál­un­um vís­að á­fram á Land­spít­al­ann,“ seg­ir Hjalt­i.