„Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu,“ segir Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra um þá á­kvörðun Donalds Trump Banda­ríkja­for­seta að draga um her­lið Banda­ríkjanna frá Sýr­landi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýr­lenska Kúrda.

„Af­staða okkar er alveg skýr. Við höfum miklar á­hyggjur af þessu, bæði hefur þetta á­hrif á al­menna borgara og einnig að ef það verður ráðist á Kúrda gæti það leyst úr læðingi þær sveitir sem haldið hefur verið niðri, her­sveitir Íslamska ríkisins, og það er eitt­hvað sem enginn vill sjá,“ segir Guð­laugur.

Guð­laugur segir á­kvörðunina ekki hafa verið rædda á vett­vangi At­lands­hafs­banda­lagsins eða tekna með sam­þykki þess. Til­kynning Trump hafi því komið honum í opna skjöldu. Hins vegar hafi málið verið rætt á vett­vangi banda­lagsins í dag.

„Við fylgjumst bara vel með fram­vindunni núna en af­staða okkar er ekkert breytt hvað þetta varðar. Við sjáum líka við­brögðin vestan­hafs að ljóst er að engin sam­staða um málið þar. Og við erum alls ekki eina ríkið í At­lands­hafs­banda­laginu sem hefur á­hyggjur af þessu,“ segir Guð­laugur.

Guð­laugur er í Sí­erra Leone vegna opnunnar rey­kofns og vatns­veitu en um sam­vinnu­verk­efni með UNICEF er að ræða sem hefur það mark­mið að bæta vinnu­að­stöðu verka­kvenna. Hann hafði ekki heyrt í öðrum ráð­herrum ríkis­stjórnarinnar eða fylgst með um­ræðunni hér á landi þegar Frétta­blaðið ræddi við hann en bæði þing­menn og á­hrifa­menn innan stjórnar­flokkana hafa viðrað skoðanir um slit á stjórn­mála­sam­starfi við Banda­ríkin vegna málsins.

„Ég held að á þessu stigi eigum við bara að fylgjast með fram­vindu málsins og koma okkar sjónar­miðum á fram­færi,“ segir Guð­laugur að­spurður um mögu­leg á­hrif á­kvörðunar Banda­ríkja­for­seta á sam­starfið í At­lands­hafs­banda­laginu.

Guð­laugur kemur til landsins á fimmtu­dag og segir málið verða rætt í ríkis­stjórn á föstu­dag og einnig muni hann fara á fund utan­ríkis­mála­nefndar Al­þingis vegna málsins.