Byggðarráð Rangárþings ytra hefur frestað því að taka afstöðu til skipulagsbreytinga á flugvellinum við Hellu. Bíða á þar til kynning meðal íbúa um framtíð flugvallarins hefur farið fram fyrir miðjan febrúar.
„Eru í skipulaginu skilgreindar þrjár lóðir kringum núverandi byggingar, ein lóð fyrir aðstöðugám og 15 lóðir fyrir flugskýli og flugtengda starfsemi. Svæðið liggur að þéttbýli Hellu og mun tengjast Helluvangi,“ segir meðal annars í lýsingu á verkefninu.