Öllum Bret­um yfir 18 ára aldr­i hef­ur nú ver­ið boð­ið í ból­u­setn­ing­u gegn Co­vid-19 og seg­ir Bor­is John­son for­sæt­is­ráð­herr­a þett­a „ó­trú­legt af­rek.“ Búið er að full­ból­u­setj­a 68 prós­ent full­orð­inn­a og 88 prós­ent feng­ið í það minnst­a einn skammt. Þett­a eru sam­tals 46 millj­ón­ir mann­a.

Sam­kom­u­tak­mörk­un­um verð­ur flest­um af­létt á Eng­land­i og í Skot­land­i á morg­un. Í gær og fyrr­a­dag greind­ust meir­a en 50 þús­und Co­vid-smit í Bret­land­i og hafa við­lík­a smit­töl­ur ekki sést síð­an í jan­ú­ar.

Nú er til skoð­­­­un­­­­ar hvort leyf­­­­a skul­­­­i ból­­­­u­­­­setn­­­­ing­­­­ar barn­­­­a á aldr­­­­in­­­­um 12 til 17 ára og seg­­­­ir Rob­­­­ert Jen­r­­­ick, ráð­h­­­err­­­­a hús­næð­is­mál­a í Bret­l­­­and­­­­i, stjórn­v­­­öld „mjög skiln­­­­ings­­­­rík“ gagn­v­­­art því. Band­­­a­­­ríkj­­­a­­­menn hafa ból­­­u­­­sett börn á aldr­­­in­­­um 12 til 15 ára og gert er ráð fyr­­­ir að ból­­­u­­­setj­­­a jafn­v­­el yngr­­­i börn á næst­­­a ári. Hér á land­­i er boð­­ið upp á ból­­u­­setn­­ing­­u fyr­­ir 12 ára og eldri með ból­­u­­efn­­i Pfiz­­er ef for­r­áð­­a­­menn óska þess en þau ekki boð­­uð í ból­­u­­setn­­ing­­u.

Jen­rick sagð­i í við­tal­i í þætt­i Andrew Marr í bresk­a rík­is­sjón­varp­in­u að beð­ið væri lok­a­ráð­legg­ing­a frá nefnd um ból­u­setn­ing­ar áður en á­kvörð­un yrði tek­in um ból­u­setn­ing­ar ung­menn­a.

„Þett­a virð­ist vera hið skyn­sam­leg­a í stöð­unn­i. Þau gögn sem við höf­um und­ir hönd­um nú þeg­ar eru sann­fær­and­i og ráð­herr­ar taka á­kvörð­un með hlið­sjón af þeim gögn­um sem okk­ur munu ber­ast á næst­u dög­um,“ sagð­i ráð­herr­ann.

Verð­i það nið­ur­stað­an að hefj­a ból­u­setn­ing­ar á börn­um á aldr­in­um 12 til 17 ára munu þeir sem eru ná­lægt 18 ára aldr­i fá fyrst boð. Þá næst munu þeir sem eiga við heils­u­fars­vand­a­mál að stríð­a fá boð á­samt þeim börn­um sem búa á heim­il­i með fólk­i sem er út­settr­a fyr­ir smit­i en aðr­ir.

Rob­ert Jen­rick hús­næð­is­mál­a­ráð­herr­a.
Mynd/Flickr

Sam­kvæmt frétt Sund­a­y Tel­egr­aph hef­ur nefnd um ból­u­setn­ing­ar ráð­lagt stjórn­völd­um að ráð­ast ekki í slík­a ból­u­setn­ing­ar­her­ferð fyrr en frek­ar­i gögn liggj­a fyr­ir um hvort það sé ör­uggt. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðs­ins mun nefnd­in leggj­a til að ein­ung­is þau ung­menn­i á aldr­in­um 12 til 15 ára sem glím­a við heils­u­fars­vand­a­mál fái ból­u­setn­ing­u auk þeirr­a sem eru inn­an við þrem­ur mán­uð­um frá því að ná 18 ára aldr­i.

John­son hef­ur kvatt öll þau sem ekki hafa pant­að ból­u­setn­ing­u að gera það án taf­ar og þakk­að­i þeim sem hafa far­ið í ból­u­setn­ing­u. „Þið eruð á­stæð­an fyr­ir því að við get­um slak­að á tak­mörk­un­um í næst­u viku og færst nær eðl­i­leg­u lífi,“ sagð­i hann. „Nú skul­um við ljúk­a verk­in­u.“

Barn ból­u­sett í Indón­es­í­u með kín­versk­a ból­u­efn­in­u Sin­ov­ac.
Fréttablaðið/AFP

Ból­u­setn­ing­ar hafa ekki geng­ið jafn vel í Skot­land­i og á Eng­land­i. Þar er enn þriðj­ung­ur fólks í yngr­i kant­in­um ób­ól­u­sett­ur þrátt fyr­ir að frá með deg­in­um í dag stand­i öll­um yfir 18 ára til boða að fá spraut­u.
Heil­brigð­is­ráð­herr­a Bret­lands, Saj­id Jav­id, greind­i frá því í gær að hann hefð­i smit­ast af Co­vid. Hann er full­ból­u­sett­ur. John­son er í ein­angr­un en þeir fund­uð­u í Down­ing­stræt­i 10 á föst­u­dag.

For­mað­ur heil­brigð­is­nefnd­ar þings­ins sagð­i í gær að hugs­an­leg­a yrði að koma aft­ur á tak­mörk­un­um í haust ef fjöld­i inn­lagn­a vegn­a Co­vid eykst. Þá gæti heil­brigð­is­kerf­ið stað­ið framm­i fyr­ir „mjög al­var­leg­u“ á­stand­i. Að­stoð­ar­land­lækn­ir Eng­lands, Jon­a­t­han Van-Tam, hef­ur var­að við „erf­ið­um vetr­i“ og hvet­ur fólk til að tapa sér ekki þó tak­mörk­un­um sé af­létt.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands.
Fréttablaðið/EPA