Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að á­kvörðun Andrésar Jóns­sonar, þing­manns, um að segja sig úr þing­flokknum hafi komið sér á ó­vart.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá greindi Andrés Ingi Jóns­son, nú ó­háður þing­maður, frá á­kvörðun sinni um dag og nefndi þar meðal annars að stjórnar­sam­starf með Sjálf­stæðis­flokknum og Fram­sókn hafi verið á­skorun og skapað á­greining innan þing­flokks Vinstri grænna. Að­gerða­leysi í lofts­lags­málum og út­lendinga­mál hafi verið meðal á­stæðna úr­sagnar sinnar.

„Það er auð­vitað leiðin­legt þegar leiðir skilja í pólitík. Ég hef nú upp­lifað þetta áður og virði að sjálf­sögðu þessa á­kvörðun en það er vissu­lega leitt þegar leiðir skilja,“ segir Katrín.

Myndirðu segja að það sé eining í þing­flokknum sem er eftir?

„Eins og ég segi að þá kom þessi á­kvörðun mér svo­lítið á ó­vart því ég hef talið sam­starfið í þing­flokknum gott, þó að tveir þing­menn hafi lagst gegn stjórnar­sam­starfinu fyrir tveimur árum,“ segir Katrín.

„En ég held að þing­flokkurinn og hreyfingin standi mjög vel og þar er bara góður andi.“

Komi ekki til greina að ganga til liðs við aðra flokka

Í kvöld­fréttum RÚV sagði Andrés að það hefði ekki komið til greina að ganga til liðs við aðra þing­flokka. Hann nefndi at­kvæða­greiðslur um van­trausts­til­lögu á Sig­ríði Ander­sen, þá­verandi dóms­mála­ráð­herra, sem dæmi um mál þar sem hann hefði verið ó­sam­mála öðrum þing­mönnum VG.

„Ég var kosinn með at­kvæðum til Vinstri grænna og ætla ekkert að færa þau yfir til annars flokks,“ sagði Andrés. Hann vildi ekki gefa upp skoðanir ein­stakra þing­manna í þing­flokki VG