Unnið er nú að því að finna lausn fyrir börn í 8. bekk í Haga­skóla en kennsla féll niður hjá þeim í dag eftir að mygla greindist í múr í 8. bekkjar­álmu skólans.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Reykja­víkur­borg mun það vera til­kynnt síðar í dag hvar kennsla fer fram þar til búið að leysa úr vandanum. Hvort kennsla verður flutt í annað hús­næði eða hvort hún fer fram í fjar­kennslu og hvernig kennsla fer fram þar til ljóst er hvar hún fer fram.

Eva Berg­þóra Guð­bergs­dóttir, teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar, segir að kennarar og starfs­fólk séu sam­stillt um að finna lausn á vandanum en segir það ljóst að það verði leyst úr þessu í dag.

Foreldrar ánægðir með viðbrögð

Pétur Ari Markús­son, for­maður for­eldra­fé­lags Haga­skóla, segir að al­mennt hafi verið á­nægja meðal for­eldra með þær að­gerðir sem hefur verið ráðist í en að óska­staða hefði auð­vitað verið að ráðist væri í að­gerðirnar á meðan kennsla fer ekki fram.

„Við erum já­kvæð að það sé verið að laga og að það sé gengið strax í málið.“