Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Enn sem komið er hefur lögreglan á Norðurlandi eystra ekki tekið neinar skýrslur af manninum sem var stöðvaður í Norrænu í ágúst í fyrra með egg úr sjaldgæfum fuglum sem hann hugðist flytja úr landi.

Enn sem komið er hefur lögreglan á Norðurlandi eystra ekki tekið neinar skýrslur af manninum sem var stöðvaður í Norrænu í ágúst í fyrra með egg úr sjaldgæfum fuglum sem hann hugðist flytja úr landi. Greint hefur verið frá því að maðurinn var meðal annars með smyrilsegg, flórgoðaegg, himbrimaegg og langvíuegg.

Tollstjóri var með málið í rannsókn, en í maí síðastliðnum var málið sent lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að skoða hvort forsendur séu fyrir því að málið verði rannsakað frekar eða hvort gefin verði út sekt fyrir meint brot án frekari rannsóknar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Mikið annríki hjá lögreglu

Lögreglumál

Lífshættuleg slagsmál í Grafarvogi

Lögreglumál

Varað við lyfjabyrlurum

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing