Akstri flugrútunnar hefur nú verið hætt um ó­á­kveðinn tíma vegna skertrar flug­á­ætlunar. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í samtali við Fréttablaðið að breytingunni fylgi engar uppsagnir. Fyrirtækið sinnir akstri strætisvagna í Reykjavík og munu þeir bílstjórar sem sinntu flugrútunni geta farið í önnur verkefni þar.

Til­kynnt var um þetta í dag á Face­book-síðu Reykjavík Excursion, eða Kynnisferða. Þar er beðist vel­virðingar á þeim ó­þægindum sem þetta kunni að valda en bent á að Kynnis­ferðir, sem starf­rækja rútuna, bjóða nú upp á sér­til­boð á bíla­leigu­bílum á milli Reykja­víkur og Kefla­víkur.

„Við vorum að keyra svolítið um jólin og eftir áramót. Það er ekki gefin út áætlun langt fram í tímann hjá Isavia og Icelandair þannig við tókum stöðum. Það hefur fækkað í ljósi aðstæðna og lönd víða í kring sem mælast til þess að fólk sé ekki að ferðast. Þetta var orðið svo lítið að við sáum ekki ástæðu til þess að halda þessari þjónustu úti,“ segir Björn.

Hann bendir á að fólki hafi verið boðið að taka bílaleigubíl á leigu á flugvellinum þegar það kemur til landsins.

Til­kynninguna er hægt að sjá hér að neðan.

Due to a restricted flight schedule, Flybus will not operate for the time being. We are sorry for the inconvenience this...

Posted by Reykjavik Excursions on Thursday, 21 January 2021