Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, þakkar þjóðinni fyrir við­brögð undan­farinna vikna eftir að hún kom fram í Kast­ljósinu og lýsti því hver á­hrif um­ræðna þing­mannanna sex á Klaustri um hana og fleiri í sam­fé­laginu höfðu. 

„Ég held að það hafi komið mjög vel í ljós að þjóðinni var al­gjör­lega mis­boðið. Ef við eigum að taka eitt­hvað já­kvætt úr þessu, þá eru það þessi sterku við­brögð,“ sagði Lilja en hún var gestur Morgun­vaktarinnar á Rás1 í morgun þar sem hún var mætt til að ræða störf sín sem mennta- og menningar­mála­ráð­herra.

Hún sagði ljóst að þjóðin hafi látið það í ljós að tal þing­mannanna og fram­koma væri ekki hluti af eftir­sóknar­verðri veg­ferð. Draga megi lær­dóm af málinu þegar fram líða stundir. 

„Já, ég vil meina það og ég held að við eigum að reyna að taka það út úr þessu og ég held að þjóðin hafi sýnt mjög sterk við­brögð og fyrir það er maður þakk­látur.“