Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings mun senda öldunga­deildinni á­kærurnar á hendur Trumps síðar í dag en Trump var form­lega á­kærður til em­bættis­missis þann 13. janúar síðast­liðinn fyrir að hvetja til upp­reisnar í tengslum við ó­eirðirnar í Was­hin­ton-borg þann 6. janúar.

Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, hafði verið hikandi við að senda á­kærurnar til öldunga­deildarinnar og vildi ekki gefa upp ná­kvæman tíma þar sem réttar­höldin innan öldunga­deildarinnar gætu tafið skipanir Joes Biden Banda­ríkja­for­seta í em­bætti.

Þá hafði Mitch McConnell, leið­togi Repúblikana innan öldunga­deildarinnar, óskað eftir því að teymi Trumps fengi tvær vikur frá því að á­kærurnar yrðu sendar til deildarinnar til að undir­búa mál­flutning sinn.

Demó­kratar og Repúblikanar innan þingsins komust síðan að sam­komu­lagi fyrir helgi vegna málsins og munu réttar­höldin hefjast þann 8. febrúar. Þannig hefur Biden hefur meiri tíma til að koma til­nefningum sínum í gegn og teymi Trumps fær meiri tíma til undir­búnings.

Repúblikanar fjarlægjast Trump

Líkt og áður segir hefur Trump verið form­lega á­kærður til em­bættis­missis fyrir að hvetja til upp­reisnar en þetta er í annað sinn sem Trump er á­kærður. Í fyrra skiptið var hann á­kærður fyrir mis­beitingu valds og að hindra fram­gang rétt­vísinnar en í febrúar 2020 var hann sýknaður af öldunga­deildinni.

Eftir að Trump tapaði kosningunum síðast­liðinn nóvember hafa sí­fellt fleiri Repúblikanar snúið baki við Trump og reynt að fjar­lægjast fyrrum for­setanum en til að mynda greiddu tíu þing­menn Repúblikana með á­kærunum innan full­trúa­deildarinnar fyrr í mánuðinum.

Það er þó talið ó­lík­legt að Trump verði sak­felldur í þetta sinn en tveir þriðju þing­manna innan öldunga­deildarinnar þurfa að sam­þykkja á­kærurnar til þess. Demó­kratar eru með 50 þing­menn innan deildarinnar og því þyrftu 17 þing­menn Repúblikana að sam­þykkja á­kærurnar.

Ef Trump verður sak­felldur mun hann ekki geta gegnt em­bætti for­seta í fram­tíðinni.