Innlent

Á­kærður fyrir skútu­stuldinn á Ísa­firði

​Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur manni á fimmtugsaldri í tengslum stuldinn á seglskútunni Inook við Ísafjarðarhöfn um miðjan síðasta mánuð.

Skútan lá við Ísafjarðarhöfn þegar henni var stolið að kvöldi 13. október síðastliðins. Fréttablaðið/Pjetur

Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum stuldinn á seglskútunni Inook við Ísafjarðarhöfn um miðjan síðasta mánuð. Það staðfestir fulltrúi lögreglunnar fyrir vestan í samtali við Fréttablaðið en RÚV greindi fyrst frá.

Í ákærunni segir að skútan sé verðmetin á um 750 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 100 milljóna króna. Skútunni var stolið að kvöldi 13. október en stuldurinn uppgötvaðist daginn eftir. Þá hóf lögregla eftirför með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Skútan fannst að lokum norðvestur af Snæfellsnesi og var hinum ákærða gert að sigla henni til hafnar á Rifi sama dag.

Þingfesting málsins fer fram í héraðsdómi Vestfjarða mánudaginn 12. nóvember og verður þá farið fram á áframhaldandi farbann yfir manninum sem er að öðru leyti frjáls ferða sinna innanlands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing