Innlent

Á­kærður fyrir skútu­stuldinn á Ísa­firði

​Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur manni á fimmtugsaldri í tengslum stuldinn á seglskútunni Inook við Ísafjarðarhöfn um miðjan síðasta mánuð.

Skútan lá við Ísafjarðarhöfn þegar henni var stolið að kvöldi 13. október síðastliðins. Fréttablaðið/Pjetur

Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum stuldinn á seglskútunni Inook við Ísafjarðarhöfn um miðjan síðasta mánuð. Það staðfestir fulltrúi lögreglunnar fyrir vestan í samtali við Fréttablaðið en RÚV greindi fyrst frá.

Í ákærunni segir að skútan sé verðmetin á um 750 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 100 milljóna króna. Skútunni var stolið að kvöldi 13. október en stuldurinn uppgötvaðist daginn eftir. Þá hóf lögregla eftirför með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Skútan fannst að lokum norðvestur af Snæfellsnesi og var hinum ákærða gert að sigla henni til hafnar á Rifi sama dag.

Þingfesting málsins fer fram í héraðsdómi Vestfjarða mánudaginn 12. nóvember og verður þá farið fram á áframhaldandi farbann yfir manninum sem er að öðru leyti frjáls ferða sinna innanlands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing