Innlent

Á­kærður fyrir morð á Austur­velli

Héraðssaksóknari hefur ákært 25 ára mann fyrir morðið á Klevis Sula og manndrápstilraun gegn Elio Hasani í byrjun desember á síðasta ári.

Ráðist var á Klevis og Elio við Austurvölll í byrjun desember á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA

Héraðssaksóknari hefur ákært 25 ára karlmann fyrir að hafa orðið Klevis Sula að bana á Austurvelli aðfaranótt í byrjun desember í fyrra og fyrir manndrápstilraun gegn Elio Hasani.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi stungið Klevis í bringu, vinstra megin, og gekk hnífurinn inn í hjartað, í hægri öxl og tvívegis í bakið. Þá stakk hann Elio í vinstri öxl, á vinstri upphandlegg og í vinstri kálfa.

Móðir Klevis fer fram á miskabætur að fjárhæð 10 milljónir króna, auk skaðabóta upp á 867 þúsund. Faðir hans fer sömuleiðis fram á miskabætur að fjárhæð 10 milljónir króna.

Elio hefur gert kröfu að ákærða verði gert að greiða honum 3,24 milljónir króna, auk skipunar réttargæslumanns og kostnaðar vegna hans.

Nemur samanlögð upphæð krafa yfir ákærða því tæplega 24 milljónum króna. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá kemur fram í kæru héraðssaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, að hnífurinn sem ákærði notaði, verði gerður upptækur en hann er af gerðinni Muela.

Ákæran var gefin út 2. mars síðastliðinn og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Auglýsing

Nýjast

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing