Héraðs­sak­sóknari hefur gefið út á­kæru á hendur 23 ára karl­manni fyrir kyn­ferðis­brot gegn stúlku fæddri árið 2005. Manninum er einnig gefið að sök að hafa gefið stúlkunni á­fengi og fíkni­efni og tekið af henni mynd­bönd sem sýndu hana á kyn­ferðis­legan hátt. 

Meint brot mannsins áttu sér stað í júlí í fyrra þegar hann átti að hafa af­hent stúlkunni á­fengi og fíkni­efni og haft við hana sam­ræði. Í á­kæru er manninum gefið að sök að hafa látið stúlkuna hafa við sig munn­mök og þannig beitt hana of­beldi, og nýtt sér yfir­burði sína vegna aldurs og þroska­munar, en stúlkan var þá þrettán ára. Þá hafi hann tekið af henni tvær kyn­ferðis­legar hreyfi­myndir á síma sinn. 

Á­kæru­valdið fer fram á að maðurinn verði dæmdur fyrir á­fengis­lög og barnaverndarlög. Faðir stúlkunnar fer fram á að stúlkunni verði greiddar 3,5 milljónir í miska­bætur.