Innlent

Á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot gegn barni

Manninum er gefið að sök að hafa gefið stúlkunni áfengi og fíkniefni og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni.

Maðurinn var handtekinn af lögreglunni á Vesturlandi og í framhaldinu ákærður vegna gruns um að hafa brotið gegn stúlkunni. Hann er níu árum eldri en hún. Fréttablaðið/Anton Brink

Héraðs­sak­sóknari hefur gefið út á­kæru á hendur 23 ára karl­manni fyrir kyn­ferðis­brot gegn stúlku fæddri árið 2005. Manninum er einnig gefið að sök að hafa gefið stúlkunni á­fengi og fíkni­efni og tekið af henni mynd­bönd sem sýndu hana á kyn­ferðis­legan hátt. 

Meint brot mannsins áttu sér stað í júlí í fyrra þegar hann átti að hafa af­hent stúlkunni á­fengi og fíkni­efni og haft við hana sam­ræði. Í á­kæru er manninum gefið að sök að hafa látið stúlkuna hafa við sig munn­mök og þannig beitt hana of­beldi, og nýtt sér yfir­burði sína vegna aldurs og þroska­munar, en stúlkan var þá þrettán ára. Þá hafi hann tekið af henni tvær kyn­ferðis­legar hreyfi­myndir á síma sinn. 

Á­kæru­valdið fer fram á að maðurinn verði dæmdur fyrir á­fengis­lög og barnaverndarlög. Faðir stúlkunnar fer fram á að stúlkunni verði greiddar 3,5 milljónir í miska­bætur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing