Erlent

Á­kærður fyrir morð á breskum bak­poka­ferða­lang

Nýsjálenskur karlmaður verður ákærður fyrir að myrða Grace Millane, 22 ára bakpokaferðalang, sem hvarf sporlaust 1. desember.

Síðast sást til Grace ganga inn á hótel með karlmanni.

Karlmaður á þrítugsaldri verður ákærður fyrir morð á ungum breskum bakpokaferðalangi, sem hvarf skyndilega á ferð um Nýja-Sjáland. Líkamsleifar hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hafa þó ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit, en síðast sást til hennar í ganga inn á hótel í Nýja-Sjálandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Grace var sem fyrr segir á ferð um Nýja-Sjáland er hún hvarf sporlaust. Síðast sást til hennar er hún gekk inn á hótel í fylgd með karlmanni, en lögregluyfirvöld eru fullviss um að henni hafi verið ráðinn bani.

„Fjölskylda Grace hefur verið látin vita af þessari þróun mála og eru niðurbrotin,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Scott Beard á blaðamannafundi.

Maðurinn er í haldi lögreglu og fer fyrir dómara á mánudaginn. 

Beard sagði jafnframt á blaðamannafundinum að lögregla myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að finna líkamsleifar Grace. „Hugur allra Nýsjálendinga verða hjá fjölskyldu Grace í kvöld.“

Grace útskrifaðist úr háskólanum í Lincoln í september og hefur verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland síðustu tvær vikur. Hún hafði bókað gistingu á gistiheimili þar í landi til 8. desember og var í daglegu sambandi við fjölskyldu sína þar til hún hvarf.

Ýmsir persónulegir munir Grace eru einnig ófundnir vegabréf, hálsmen og bleikt úr. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Erlent

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Erlent

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing