Héraðs­sak­sóknari hefur á­kært karl­mann fyrir tvær til­raunir til mann­dráps. Á­rásirnar áttu sér stað þann 17. júní á Sel­tjarnar­nesi. Maðurinn hefur setið í gæslu­varð­haldi frá því að hann var fyrst hand­tekinn.

Manninum er gefið að sök að hafa komið aftan að öðrum vinnu­fé­laga sínum og slegið hann í­trekað með klauf­hamri og jarð­haka í höfuð og búk með þeim af­leiðingum að vinnu­fé­laginn þrí­höfuð­kúpu­brotnaði. Vinnu­fé­laginn krefur manninn um fimm milljónir í miska­bætur.

RÚV greindi fyrst frá og segja manninn einnig vera á­kærður fyrir til­raun til mann­dráps en til vara sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás gagn­vart öðrum vinnu­fé­laga sínum þennan sama dag.

Maðurinn er sagður hafa slegið hinn vinnu­fé­lagann einnig í hausinn með klauf­hamri. Sá krefur á­rásar­manninn um þrjár milljónir í miska­bætur.