Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun sem átti sér stað á salerni veitingastaðar í maí fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi notfært sér ástand konur sem gat ekki spornað við verknaðnum sökum ölvunar.

Konan fer fram á að maðurinn greiði henni fimm milljónir miskabætur en málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær.