Banda­rískur karl­maður á fer­tugs­aldri, sem hefur setið í gæslu­varð­haldi hjá lög­reglunni á Suður­nesjum frá því í lok janúar, hefur nú verið á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot gegn þremur drengjum en þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Sam­kvæmt RÚV var á­kæran þing­fest um miðjan maí og játaði maðurinn brot sín að hluta. Við rann­sókn málsins hafði lög­regla starfað með lög­reglu­yfir­völdum í öðrum löndum en rann­sóknin var um­fangs­mikil.

Krefjast miskabóta

Maðurinn er grunaður um að nýta sér sam­fé­lags­miðla til að tæla unga drengi og láta þá senda sér myndir en í einu málinu er maðurinn sagður hafa haft sam­band við einn dreng í gegnum netið fyrir um fjórum árum og þá þóst vera ellefu ára gömul stúlka.

Í hinum til­fellunum hófust sam­skiptin fyrir tveimur og þremur árum en öll málin eiga það sam­eigin­legt að maðurinn sóttist eftir því að hitta drengina í kyn­ferðis­legum til­gangi. Sak­sóknari krafðist þess að flakkari, far­tölva og far­sími mannsins yrðu gerð upp­tæk en á tækjunum fundust þúsundir ljós­mynda og hundruð hreyfi­mynda sem sýndu börn á kyn­ferðis­legan hátt.

Maðurinn er á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot, kyn­ferðis­lega á­reitni, brot gegn barna­verndar­lögum og brot á fíkni­efna­lögum en sam­kvæmt RÚV var á­kæran gefin út í lok apríl. Mæður drengjanna þriggja krefjast þess að maðurinn greiði þeim miska­bætur og er hæsta krafan 1,8 milljón krónur.