Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu hefur á­kært mann fyrir að hafa haft í vörslum sínum sam­tals 19 kanna­bis­plöntur, 6,36 grömm af kanna­bis­plöntum, 237,70 grömm af kanna­bis­laufum og fyrir að hafa um nokkurt skeið ræktað greindar plöntur sem lög­regla fann við leit í hús­næði mannsins.

Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum loft­skamm­byssu án þess að vera með skot­vopna­leyfi og fyrir um­ferðar­laga­brot, en maðurinn keyrði yfir hámarkshraða, án öku­réttinda og var hann ó­hæfur til að stjórna öku­tækinu örugg­lega vegna á­hrifa á­vana- og fíkni­efna. Í manninum mældist am­feta­mín og tetra­hýdrókannabínól.

Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu krefst þess að sá á­kærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakar­kostnaðar og til sviptingar öku­réttinda mannsins. Þá er einnig krafist upp­töku á öllum kanna­bis­plöntum mannsins, loft­byssunni og alls þess ræktunar­búnaðs og munum er ræktuninni tengdist.