Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa látið 13 ára stúlku hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og endaþarmsmök.

Samkvæmt ákæru var brotið framið í skýli bak við tiltekið hús á Akureyri að kvöldi mánudagsins 5. apríl í fyrra.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og gerir móðir stúlkunnar kröfu um fimm milljónir króna í miskabætur, fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri síðastliðinn mánudag.