Héraðs­sak­sóknari hefur á­kært á­tján ára pilt fyrir tvær sér­stak­lega hættu­legar líkams­á­rásir, fíkni­efna­brot, um­ferðar­laga­brot og brot gegn vald­stjórninni.

Pilturinn er í fyrsta lagi á­kærður fyrir sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás, sem framin var í Mos­fells­bæ árið 2020 þegar hann var að­eins sex­tán ára. Í á­kæru er á­rásinni lýst þannig að hann hafi þann 18. Júlí 2020 veist að manni með í­trekuðum hnefa­höggum í höfuð svo hann féll við. Á­kærði hafi þá haldið at­lögu sinni á­fram, stappað á höfði mannsins og hálsi og slegið hann í­trekuðum hnefa­höggum í and­lit þar sem hann lá.

Hafði árásin þær afleiðingar að brotaþoli hlaut mar, bólgur, eymsli og yfir­borðs­á­verka víða á höfði, and­liti og hálsi, tveggja senti­metra skurð á ytra eyra hægra megin, blæðingu inn á vinstra eyra og rof á hljóð­himnu og augn­tóftar­gólfs­brot á vinstra auga.

Árás á öryggisvörð í Spönginni

Næsti liður á­kærunnar varðar einnig sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás fyrir utan Hag­kaup í Spönginni föstu­dags­kvöldið 3. desember 2021.

Er pilturinn á­kærður fyrir að hafa kastað gler­flösku í and­lit manns svo flaskan brotnaði, með þeim af­leiðingum að maðurinn hlaut litla skurði víðs­vegar á enni og þreifi­eymsli yfir nef­beini.

„Ég mun fokking ríða þér í fokking rass­gatið“

Þá er pilturinn á­kærður fyrir brot gegn vald­stjórninni þann 1. Októ­ber 2021 við Austur­stræti í Reykja­vík. Er honum gefið að sök að hafa sparkað í lög­reglu­bif­reið, hrækt á lög­reglu­mann inn í lög­reglu­bíl meðan ekið var með hann á lög­reglu­stöðina við Hverfis­götu, hrækt á lög­reglu­mann, sem var þar við skyldu­störf og haft í hótunum við hann og annan lög­reglu­mann með orðunum:

„Oh. þú ert svo sæt í and­litinu ég mun fokking nauðga and­litinu þín“

„Ó­geðs­lega fokking mellan þín ég mun fokking nauðga þér í fokking rass­gatið“

„Haltu fokking kjafti eða ég mun fokking ríða þér í fokking rass­gatið“

Stakk af frá umferðaróhappi

Þá er pilturinn á­kærður fyrir fíkni­efna­brot og fyrir um­ferðar­laga­brot með því að hafa að sunnu­dags­morgni í janúar síðast­liðnum ekið bíl um Kross­hamra í Reykja­vík sviptur öku­rétti og undir á­hrifum á­fengis. Bíllinn skall á annan kyrr­stæðan bíl og er pilturinn einnig ákærður fyrir að hafa í kjöl­farið ekki sinnt skyldum sínum við um­ferðar­ó­happið heldur farið brott af vett­vangi.

Þess er krafist að pilturinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar. Í ákæru eru líkamsárásirnar báðar heimfærðar á 218. gr. almennra hegningarlaga og geta varðað allt að sex­tán ára fangelsi. Sam­kvæmt dóma­fram­kvæmd getur pilturinn átt von á margra ára fangelsi fyrir brot sín.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.