Karl­maður á þrí­tugs­aldri hefur verið á­kærður fyrir brot gegn vald­stjórninni þann 5. mars í fyrra í fangelsinu á Hólms­heiði þar sem fanginn var í af­plánun.

Maðurinn er á­kærður fyrir að hafa annars vegar skallað fanga­vörð og í kjöl­farið kýlt hann í and­litið og hins vegar bitið fanga­vörð tví­vegis í vinstri upp­hand­legg sama dag, með þeim af­leiðingum að hann fékk tvö sár á vinstri upp­hand­legg með bit­förum um það bil 3 cm í þver­mál.

Í á­kæru er þess krafist að á­kærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar.

Málið verður þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur þann 1. septem­ber næst­komandi.

Árásin átti sér stað á Hólmsheiði í mars í fyrra.
Fréttablaðið/Eyþór