Karl­maður á fer­tugs­aldri hefur verið á­kærður fyrir sér­lega hættu­lega líkams­á­rás í júní árið 2020, með því að hafa veist með of­beldi að manni á sex­tugs­aldri og slegið hann í höfuðið með exi.

Sam­kvæmt á­kæru átti á­rásin sér stað á heimili brota­þola í Breið­holti en hann hlaut opið sár á höfði við at­löguna.

Á­kæran var gefin út af Héraðs­sak­sóknara í desember og er hátt­semi á­kærða heim­færð á 2. mgr. 218. gr. al­mennra hegningar­laga. Brot sem heim­fært er á á­kvæðið getur varðað allt að 16 ára fangelsi.

Málið verður þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur í næstu viku.