Mennirnir tveir sem á­kærðir voru í hryðju­verka­málinu hafa verið látnir lausir eftir að Lands­réttur felldi úr gildi úr­skurð héraðs­dóms um að tví­menningarnir ættu að sæta á­fram­haldandi gæslu­varð­haldi. DV greindi fyrst frá.

Mennirnir tveir voru á­kærðir í síðustu viku. Annar þeirra var á­kærður fyrir til­raun til hryðju­verka og hinn fyrir hlut­deild að til­raun til hryðju­verka. Auk þess eru þeir á­kærðir fyrir vopna­laga­brot og annar þeirra fyrir fíkni­efna­laga­brot.

Héraðs­dómur fram­lengdi gæslu­varð­haldið yfir mönnunum um fjórar vikur, til 6. janúar en nú hefur Lands­réttur fellt úr­skurðinn úr gildi og eru mennirnir tveir því lausir.

Sam­kvæmt DV hefur úr­skurður Lands­réttar ekki verið birtur, en hann byggir á því að geð­mat sem liggur fyrir kveði upp úr um að piltarnir séu hættu­lausir sjálfum sér og öðrum.