Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fjóra menn fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarverslunini í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 22. október til 31. desember 2018. Ákæran gegn einum aðila málsins, sem er frá Litháen, var birt í Lögbirtingablaðinu í dag.

Þeim aðila er gefið að sök að hafa í alls 8 skipti keypt sér flugmiða og innritað sig í flugin. Í stað þess að fara um borð í loftförin hafi mennirnir farið í Fríhafnarverslunina og stolið það að alls 66 kartonum af tóbaki, samtals að áætluðu verðmæti kr. 437.434. Maðurinn var í eitt skipti einn á ferð, en í hin skiptin var hann í félagi við hina mennina.

Málið verður dómtekið þann 8. september næstkomandi og er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í ákærunni kemur fram að einnig liggi fyrir einkaréttarkrafa Fríhafnarinnar ehf. á hendur Litháanum sem og tveimur af hinum meintu samverkamönnum hans. Hljóðar krafan upp á 13.266.000 krónur.