Þótt Aiways sé framleiddur í Kína var hann hannaður og þróaður hjá rótgrónum og þrautreyndum fyrirtækjum í evrópskum bílaiðnaði. Bosch kom að grindinni, CATL að rafhlöðunni og Lear sér fyrir ýmsum hlutum og hráefni í bílinn. Þessi fyrirtæki eru ef til vill ekki á hvers manns vörum en ekki þarf að gúgla mikið til að komast að því að þau starfa með mörgum helstu bílaframleiðendum í heimi.

Aiways er stór og rúmgóður bíll en samt tiltölulega léttur samanborið við flesta aðra rafjepplinga. Fyrir vikið hefur hann um 400 kílómetra drægi, en um 40 mínútur tekur að hlaða hann úr núll og upp í 80 prósent.

Fjöðrunin fær góða dóma og bíllinn þykir sigla þægilega yfir ójöfnur, sem getur nú skipt máli á íslenskum vegum. Stýrið er létt en nákvæmt.

Athygli vekur hve rúmgóður Aiways er og að innan eru ýmsar nýstárlegar lausnir sem meðal annars skapa meira rými en í flestum bílum í sama stærðarflokki. Til dæmis er ekkert hanskahólf og því mikið pláss framan við farþegaframsætið. Fótapláss aftur í minnir á lúxusvagna. Þar sem gólfið er flatt fer vel um alla þrjá farþegana í aftursæti.

Öllum Plus- og Premium-útfærslum Aiways U5 fylgir úrval hágæðabúnaðar í staðalgerð og mikið fóta- og höfuðrými. Aiways U5 fer fram úr öllum væntingum. Premium-útfærslunni fylgir stór sóllúga og leðurinnrétting. Akstursdrægið er 410 km á fullri hleðslu (400 km á Premium-útfærslunni) og allur sá öryggisbúnaður sem hugsast getur fylgir.

Aiways U5 er 4,68 metra langur, 1,87 metra breiður og 1,7 metra hár. Þessi fimm dyra lúxus jepplingur er laglegur ásýndar, straumlínuhannaður og glæsilegur bíll með hurðarhúnum með sjálfvirkri inn- og útfellingu og vindskeið sem lágmarkar loftmótstöðuna. Hleðsluinnstungan er á aðgengilegum stað undir vinstra framljósi og fellur á laglegan og notadrjúgan hátt inn í heildarútlit bílsins. Álfelgur eru staðalbúnaður í báðum útfærslum U5. 17" álfelgur fyrir Plus og 19" fyrir Premium.

Öryggisbúnaður er staðalbúnaður

Frá grunni er þessi rúmgóði borgarjeppi hlaðinn öryggisbúnaði. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir mikilvægan öryggisbúnað eins og þann sem varar ökumann við hættu í blinda svæðinu eða öðrum óvæntum kringumstæðum eða 360° myndavél sem veitir fullkomna yfirsýn yfir næsta umhverfi bílsins, svo fátt eitt sé nefnt.

Afturhlerinn í Premium-útfærslunni er opnaður með rofa á lyklinum eða með því að færa annan fótinn undir afturhluta bílsins án þess að þurfa að beita höndum. Þegar afturhlerinn er opnaður blasir við flatt gólf sem auðveldar til muna hleðslu og afhleðslu bílsins.

Forrit (app) til að setja upp í símann

Aiways U5 fylgir app til að setja upp í símann, þar er til dæmis hægt að kveikja á miðstöðinni áður en farið er út í bíl. Fátt er betra en að fara inn í heitan bíl á köldum og blautum eða snjóþungum dögum.

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi 100% rafmagnaðan Aiways U5 lúxus jeppling í úrslit á Bíl ársins 2022 á Íslandi. Aiways lenti þar í þriðja sæti.

Að innan er Aiways hlaðinn búnaði og þægindum.
Mjög vel fer um farþega og bílstjóra.
Serbl_Myndatexti:Allur toppurinn er úr dekktu gleri.