Íslenska flugfélagið Air Atlanta flýgur Frans páfa nú heim til Rómar úr ferðalagi sínu til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.
Páfinn hefur undanfarna daga verið í heimsókn í austurhluta Afríku og meðal annars heimsótt Mósambík, Máritaníu og Madagaskar. Hann er nú á heimleið með flugvél íslenska flugfélagsins og var haldin stutt athöfn fyrir brottför á flugvellinum áður hann gekk um borð í vélina, sem er af gerðinni Airbus TF EAB.
Kemur fram að fyrir forsvarsmenn flugfélagsins hafi viðkomandi flugferð verið mikill heiður. Páfinn hafi eins og áður segir verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur við brottför um níuleytið í morgun að staðartíma. Hann hafi kíkt inn í flugstjórnarklefann og heilsað allri áhöfninni. Auk páfans eru 105 farþegar í vélinni, að mestu kardínálar, prestar og blaðamenn.
Hægt er að sjá myndir og myndband frá athöfninni hér fyrir neðann.