Ís­lenska flug­fé­lagið Air At­lanta flýgur Frans páfa nú heim til Rómar úr ferða­lagi sínu til Afríku en í til­kynningu frá flug­fé­laginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vin­gjarn­legur og auð­mjúkur.

Páfinn hefur undan­farna daga verið í heim­sókn í austur­hluta Afríku og meðal annars heim­sótt Mó­sambík, Máritaníu og Madagaskar. Hann er nú á heim­leið með flug­vél ís­lenska flug­fé­lagsins og var haldin stutt at­höfn fyrir brott­för á flug­vellinum áður hann gekk um borð í vélina, sem er af gerðinni Air­bus TF EAB.

Kemur fram að fyrir for­svars­menn flug­fé­lagsins hafi við­komandi flug­ferð verið mikill heiður. Páfinn hafi eins og áður segir verið bæði vin­gjarn­legur og auð­mjúkur við brottför um níuleytið í morgun að staðartíma. Hann hafi kíkt inn í flug­stjórnar­klefann og heilsað allri á­höfninni. Auk páfans eru 105 far­þegar í vélinni, að mestu kardí­nálar, prestar og blaða­menn.

Hægt er að sjá myndir og mynd­band frá at­höfninni hér fyrir neðann.